VALMYND ×

G.Í. sigraði Vestfjarðariðilinn í Skólahreysti

Í dag keppti Grunnskólinn á Ísafirði í Vestfjarðariðli Skólahreystis, ásamt Grunnskólanum á Þingeyri, Grunnskóla Bolungarvíkur og Tálknafjarðarskóla, en keppnin fór fram í íþróttahúsi Breiðabliks í Smáranum í Kópavogi. G.Í. sigraði riðilinn og er því komið áfram í úrslitakeppnina, sem haldin verður innan nokkurra vikna.

Fyrir G.Í. keppa þau Aldís Huld Höskuldsdóttir, Patrekur Brimar Viðarsson, Elín Ólöf Sveinsdóttir og Friðrik Þórir Hjaltason. Gísli Rafnsson og Eva Rún Andradóttir eru varamenn.

Það gekk á ýmsu fyrir keppnina þar sem Aldís Huld meiddist í upphitun og þá þurfti Eva Rún að koma inn fyrir hana. Elín Ólöf tók að sér að fara hraðaþrautina í stað þess að keppa í armbeygjum og hreystigreip eins og til stóð. Þetta hafðist á endanum og krakkarnir stóðu uppi sem sigurvegarar eftir harða keppni við Grunnskólann á Þingeyri sem endaði í öðru sæti, einu stigi á eftir G.Í. og fast þar á eftir komu Bolvíkingar. Fararstjóri og þjálfari liðsins er Atli Freyr Rúnarsson.

Við óskum þátttakendunum öllum innilega til hamingju með árangurinn og hlökkum til að fylgjast með þeim í úrslitakeppninni.

Deila