VALMYND ×

G.Í. keppir í forritun

Nemendur við lokafráganginn í morgun
Nemendur við lokafráganginn í morgun
1 af 3

Árleg keppni FIRST LEGO League verður haldin laugardaginn 12. nóvember í Háskólabíói. Í ár eru 22 lið skráð til leiks og er þemað „Animal Allies“ – Samstarf manna og dýra. Grunnskólinn á Ísafirði tekur nú þátt í fyrsta skiptið og eru það þeir Hafsteinn Már Sigurðsson, Hlynur Ingi Árnason, Jón Ingi Sveinsson, Magni Jóhannes Þrastarson, Sveinbjörn Orri Heimisson og Þráinn Ágúst Arnaldsson sem skipa liðið, en þeir eru nemendur í 8. og 10. bekk. Liðsstjóri og leiðbeinandi er Jón Hálfdán Pétursson, sem kennt hefur tæknilegó sem valgrein síðast liðna tvo vetur.

Þátttakendur keppninnar eru á aldrinum 10-16 ára. Í hverju liði eru hámark 10 keppendur og a.m.k. einn leiðbeinandi. Liðin keppa sín á milli við að leysa þrautir með forrituðum vélmennum, auk þess sem liðin eru dæmd út frá rannsóknarverkefni, hönnun/forritun á vélmenni og liðsheild.

Öllum er velkomið að fylgjast með spennandi keppni en auk hennar verður ýmis önnur skemmtun í boði fyrir alla fjölskylduna. Keppnin verður send út á Netinu á firstlego.is þar sem tengill verður aðgengilegur á keppnisdag. Við hvetjum alla til að láta ættingja og vini vita og fylgjast með þessum ungu forriturum.

 

Deila