VALMYND ×

G.Í. í úrslit Skólahreysti

Magnús Örn, Kári, Hrefna Dís, Bríet, Solveig Amalía og Helgi Ingimar.
Magnús Örn, Kári, Hrefna Dís, Bríet, Solveig Amalía og Helgi Ingimar.

G.Í. komst áfram í úrslitakeppni Skólahreysti í kvöld, eftir sigur í Vestfjarðariðlinum. Það var ekki þrautalaust fyrir hópinn að komast suður, þar sem ekki var flogið í gær og morgunvélin bilaði í morgun og snéri við. En allt gekk þetta á endanum og lenti hópurinn í Reykjavík um miðjan dag í dag.

Lið G.Í. skipuðu þau Magnús Örn Guðnason, Kári Eydal, Bríet Sigurðardóttir, Hrefna Dís Pálsdóttir, Solveig Amalía Atladóttir og Helgi Ingimar Þórðarson. Þjálfari og fararstjóri var Atli Freyr Rúnarsson.

Úrslit urðu þau að G.Í. sigraði riðilinn, Grunnskóli Bolungarvík hafnaði í 2. sæti, Grunnskólinn á Þingeyri í því 3. og Súðavíkurskóli í 4. sæti. Það er aðdáunarvert að þessir litlu skólar nái að senda lið í keppni sem þessa, en í þetta skiptið lánaði G.Í. Stefán Frey Jónsson til Þingeyringanna til að ná tilskildum fjölda.

Þau 12 lið sem sigra sína riðla, munu svo keppa til úrslita í Laugardalshöllinni þann 8. maí n.k.

Við óskum öllum innilega til hamingju og góðrar heimferðar.

Deila