VALMYND ×

Fyrsti vetrardagur

Gormánuður hófst 25. október samkvæmt gamla íslenska dagatalinu en gor þýðir hálfmelt fæða í innyflum dýra, einkum hjá grasbítum.  
Á þessum degi rennur einnig fyrsti vetrardagur upp og þá veltir fólk því gjarnan fyrir sér hvernig viðra muni á komandi vetri. Oft hefur verið spáð í veðrið út frá ýmsum þáttum í náttúrunni. 

Norðurljósin eru síbreytileg eins og veðrið. Þau eiga rætur sínar að rekja til sólarinnar en virkni á yfirborði hennar stjórnar því hvort norðurljósin láti á sér kræla. Það er gömul hjátrú að litrík norðurljós á mikilli hreyfingu boði hvassviðri en liggi þau kyrr sé von á stillum. Þegar norðurljós sjást seint að vetri telja sumir að enn sé að vænta snjókomu. Rauð norðurljós eru sögð boða ófrið (Heimild: www.nams.is).

Deila