VALMYND ×

Fullveldisdagurinn 1. desember

1. desember árið 1918 tóku sambandslögin gildi en samkvæmt þeim varð þjóðin fullvalda en við höfðum áfram danskan kóng. Einnig skyldu Danir sjá um utanríkismál okkar og landhelgisgæslu. Langt fram eftir 20. öldinni var 1. desember mikill hátíðisdagur. Þegar lýðveldið var stofnað kom það til tals að sá dagur yrði þjóðhátíðardagur okkar, svo stór var hann í huga þjóðarinnar. En niðurstaðan varð sú að velja afmælisdag Jóns Sigurðssonar 17. júní. Til skamms tíma var fullveldisdagurinn frídagur í skólum landsins og stúdentar Háskóla Íslands halda enn veglega upp á daginn. 1. des. er einn af opinberum fánadögum okkar Íslendinga.

Deila