VALMYND ×

Frábæru þorrablóti lokið

Prúðbúnir nemendur 10. bekkjar
Prúðbúnir nemendur 10. bekkjar
1 af 3

Í kvöld var haldið hið rómaða þorrablót 10. bekkjar, en slík blót hafa verið haldin hér í skólanum allt frá árinu 1981. Yfir borðhaldi var slegið á létta strengi, en það var Jónas Þór Birgisson sem sá um veislustjórn. Fjöldasöng stýrðu þær Ingunn Ósk Sturludóttir og Hildur Elísabet Pétursdóttir, við undirleik Samúels Einarssonar píanóleikara með meiru. 

Kennarar stigu á stokk og sungu brag nemendum til heiðurs og foreldrar slógu aldeilis í gegn með sínu skemmtiatriði og léku á als oddi í leik, dansi og rappi. Það voru ýmsir leyndir hæfileikar sem komu fram í þeim góða hópi og aldrei að vita nema einhverjir þeirra hasli sér völl á listasviðinu í framtíðinni.

Að borðhaldi loknu var dansað við harmonikuleik Benedikts Sigurðssonar og bassaleik Samúels Einarssonar og var virkilega gaman að sjá þessa flottu unglinga okkar dansa saman eða við systkini, foreldra, ömmur eða afa og var ekkert kynslóðabil að sjá á dansgólfinu.

Deila