VALMYND ×

Fjölbreytni í skólastarfinu

Í vetur er boðið upp á valgreinar á miðstigi þar sem hægt er að velja mósaík, stuttmyndagerð, íþróttir og útivist, skák, skrautskrift, myndmennt, FabLab, dans, spil, lúðrasveit, kór, námskeið hjá Rauða krossinum eða skartgripagerð. Nemendur fá að fara á 8 stöðvar á skólaárinu og nú er fyrstu umferð að ljúka.

Hópurinn í stuttmyndagerð vann myndasýningu í Movie Maker og má sjá afrakstur þeirrar vinnu hér.

Krakkarnir í mósaík unnu listaverk á spegla og hönnuðu svo glæsilega spegla eins og sjá má á meðfylgjandi myndum og einnig inni á myndasafni skólans. 

Deila