VALMYND ×

Ferð í Haukadal

Elfar Logi Hannesson tók á móti hópnum í Haukadal
Elfar Logi Hannesson tók á móti hópnum í Haukadal
Í síðustu viku fóru krakkarnir í 10. bekk ásamt íslenskukennurum sínum og skólastjóra í rútuferð í Haukadal í Dýrafirði
til að kynna sér söguslóðir Gísla Súrssonar.  Elfar Logi Hannesson, leikari með meiru, tók á móti hópnum og leiddi um allar trissur til að upplýsa um helstu staðhætti og hvað gerðist hvar.
Krakkarnir voru vel með á nótunum og ættu nú að vera orðnir nokkuð kunnugir Gísla sögu Súrssonar, enda eru þeir nú búnir að sjá bæði leikritið og kvikmyndina, lesa bókina, sjá sjónvarpsþátt um söguna og skrifa heilmikla ritgerð auk þess að heimsækja söguslóðir með leiðsögn.

Veðrið lék við hópinn, það var hlýtt og yndislegt, vorilmur og fuglasöngur í lofti, svo allir gátu notið útiverunnar. Eftir gönguna var farið heim í bústað hjá Elfari Loga og öllum boðið inn. Það vill svo heppilega til að húsið er fyrrum félagsheimili svo þar var nóg pláss og allir gátu borðað nestið sitt í makindum og fengu meira að segja heitt kakó að drekka í boði skólans.

Þegar búið var að borða nestið var lagt af stað heimleiðis og var komið að skólanum aftur fyrir hálfeitt og allir lukkulegir með
skemmtilega ferð.

Deila