VALMYND ×

Evrópski tungumáladagurinn

Evrópski tungumáladagurinn er 26. september ár hvert. Haldið hefur verið upp á hann frá árinu 2001 í samstarfi við Evrópuráðið og Evrópusambandið og er hann haldinn hátíðlegur í fjölmörgum ríkjum í Evrópu. Tungumál, tækni og tækifæri er yfirskrift dagsins að þessu sinni.

Að venju mun Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur standa fyrir viðburðum í tilefni dagsins og er ætlunin að beina sjónum að því hvernig nýta megi samfélagsmiðla og upplýsingatækni í þágu tungumálanáms. Ráðgert er að hleypa af stokkunum átaki til að upplýsa ungt fólk um gildi tungumálakunnáttu og með þeim hætti hvetja það til tungumálanáms. Einnig verður efnt til dagskrár í samvinnu við mennta- og menningarmálaráðuneyti, Máltæknisetur og samtök tungumálakennara um upplýsingatækni og tungumálanám, m.a. um rafræn hjálpargögn. Stofnunin efnir til leiks á Facebook-síðu sinni þar sem almenningur getur unnið bækur og klippikort á kvikmyndahátíðina RIFF.

Deila