VALMYND ×

Dagur myndlistar

1 af 3

Í tilefni af Degi myndlistar býður Samband íslenskra myndlistarmanna-SÍM grunn- og menntaskólum landsins upp á kynningu frá starfandi myndlistarmanni þeim að kostnaðarlausu. Þessar kynningar hafa farið einstaklega vel fram og hafa margir skólar gert það að árlegum viðburði innan skólastarfsins. 

 

Solveig Edda Vilhjálmsdóttir heimsótti unglingastig í Grunnskólanum á Ísafirði þar sem hún talaði um starfið, sýndi myndir af verkum og sagði frá lífi listamannsins. Nemendur fengu tækifæri á að spyrja hana að lokinni kynningu þar sem spurt var t.d.  hversu mikið kostar verk, hversu langan tíma tekur að mála eitt verk, hvers konar pensla notar listamaðurinn, o.fl.

 

Á heimasíðu verkefnisins má finna myndbönd og fleira áhugavert um starf myndlistarmannsins. /ÓDJ

 

 

Deila