VALMYND ×

Dagur læsis

Alþjóðlegur dagur læsis er í dag, 8. september. Sameinuðu þjóðirnar gerðu þennan dag að alþjóðadegi læsis árið 1965.

Á þessum degi er fólk, hvar sem það er í heiminum, hvatt til þess að skipuleggja læsis- og lestrarviðburði. Grunnskólinn á Ísafirði tekur að sjálfsögðu þátt í þessu verkefni og verður aukin áhersla á lestur í tilefni dagsins. Auk þess hefst lestrarátak í skólanum sem stendur þessa viku. Þá lesa allir að lágmarki 10 - 20 mínútur í hljóði á dag.

Deila