VALMYND ×

Dagur íslenskrar tungu

Sunnudaginn 16. nóvember er Dagur íslenskrar tungu. Hann hefur verið haldinn hátíðlegur um allt land frá árinu 1996 á þessum degi sem er fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar. 

Á mánudaginn verður dagskrá í Hömrum af þessu tilefni og mun Stóra upplestrarkeppnin í 7. bekk verða sett þá. Einnig hefst svokölluð skáldavika, þar sem eitt íslenskt skáld er kynnt sérstaklega og varð Andri Snær Magnason fyrir valinu í þetta skiptið.

Deila