VALMYND ×

Bókagjöf

Á vordögum var 1. bekk boðið í heimsókn til Íslandssögu og Klofnings á Suðureyri til að kynna starfsemi fyrirtækjanna.  Þessi heimsókn er orðin árlegur viðburður og hefur ætíð gengið vel í alla staði. 

Mjög höfðinglega var staðið að heimsókninni þar sem fyrirtækin buðu upp á rútu til að komast á staðinn ásamt því að leysa nemendur og starfsfólk út með veglegum gjöfum, fisk í soðið og harðfisk.  En ekki er örlætið þar með upptalið því að á meðan á heimsókninni stóð var skólanum færð bók að gjöf. Þetta var bókin Skipstjórnarmenn og vill 1. bekkur koma á framfæri kæru þakklæti fyrir frábæra ferð og gjafir.

Deila